Sunday, August 29, 2010

Húðumhirða.. svoo mikilvægt..!


Að hugsa vel um húðina sína skiptir rosalega miklu máli, að vera með góða húð er fyrsta skrefið að fallegum faðra, því betri húð sem maður er með því minni foundation, hyljara og púður þarf maður að nota.
Ég er örugglega með þráhyggju fyrir því að vera með góða húð, ég hef prufað mjög margar andlitsvörur, og hef í fyrsta skiptið notað ákveðna hluti í meira en ár.

En hér eru nokkur skref sem ég tel að allir ættu að nota, það er mjög mikilvægt að taka 5 mínútur aukalega á kvöldin og þrífa húðina almennilega..! Það er auðveldara að koma í veg fyrir hrukkur heldur en að laga þær seinna..!!


Hreinsun - Þetta er eitt mikilvægasta skrefið og á að vera gert á hverjum einasta degi, Það þarf að þrífa húðina hvort sem notaður er farði eða ekki. Það safnast allskonar skítur á húðinni yfir daginn, mengunin í loftinu legst á húðina og hún dregur allt í sig. Fílapenslar og bólur myndast ef húðin er ekki þrifin reglulega.
Það þarf að þrífa húðina á kvöldin og á morgnana, Oft hugsaði ég afhverju á morgnana líka þegar maður er kanski búin að þrífa hana vel kvöldið áður. Húðin er alltaf að mynda fitu og svita og það er ekkert mál að taka tóner eða blautan þvottapoka og renna yfir andlitið.

Gott ráð sem ég geri yfirleitt er að þvo hana tvisvar, sérstaklega á kvöldin og ef ég er búin að vera með mikið af make up-i yfir daginn, fyrst þegar maður þrífur hana þá nær maður skítnum af en svo í seinna skiptið ertu að þrífa sjálfa húðina..!
Það fást mjög mörg hreinsiefni, hreinsimjólk, Tóner(andlitsvatn), Hreinsigel, krem og klútar.

En það sem virkar best fyrir mig er:
Þegar ég er geðveikt þreytt og nenni ekki að standa í einhverju veseni þá nota ég hreinsiklút og þríf andlitið, Það má alls ekki gleyma að þrífa hálsinn vegna þess að maður púðrar oft hálsinn en gleymir svo að þrífa hann.. Svo þegar ég er búin að nota hreinsiklútana þá tek ég þvottapoka, Bleyti hann úr volgu vatni og þríf svo húðina sjálfa..! (Ég hef keypt nokkrum sinnum, þvotta poka í ikea, 10 stykki á einhvern 800 kr og nota einn á hverjum degi, þetta er rosa sniðugt, þeir duga frekar lengi)
En svo þegar ég er í hreinsistuði þá þríf ég húðina yfirleitt í sturtu, Það sem mér finnst vera laaaang besta andlitsápa sem ég veit um er frá Clinique, þessi sápa fæst bæði í fljótandi formi og sem sápu stykki, Ég hef notað sápustykkið í meira en 3 ár, Fyrst átti ég litla sápu en svo keypti ég stærri gerðina, hún dugaði mér í meira en eitt og hálft ár. Þetta er samt dýrt sápustykki en ef maður, setur sápuna alltaf í boxið sem hún kemur í og lætur hana ekki vera bara í sturtunni þá dugar hún lengur, mér finnst líka sápustykkið duga lengur heldur en fljótandi sápan. Þessi sápa er hluti af 1,2,3 step línunni hjá Clinique.
Svo þegar ég er búin í sturtu þá nota ég Toner/andlitsvatn, Clinique tónerinn er allt of sterkur finnst mér en ég nota Tónerinn frá Sonya línunni sem er frá Aloe Vera, Þetta er einn langbesti tóner sem ég hef notað og hann er búinn núna þannig ég er að leita af góðum tóner. Tóner lokar húðinni og jafnar sýrustig hennar.
Ég nota tóner alltaf á morgnanna, ég vakna þríf húðina með þvottapoka og skelli smá tóner á hana og þetta frískar svo upp húðina.
Svo er bara að næra húðina eftir hreinsun..!

Svo er eitt skref sem fellur aðeins inní hreinsunina og það er að djúphreinsa: Þetta geri ég sirka tvisvar í viku í mesta lagi. Mér finnst æðislegt að setja á mig maska áður en ég fer í sturtu og hef farið í gegnum mismunandi maska og flestir þeirra góðir, það er hægt að kaupa maska sem harnar á húðinni, er bara krem og svo er líka peal off mask sem ég fýla mjög mikið.
Ég er samt nýbúin að uppgvöta einn scrub frá Clinique sem heitir exfoliating scrub gommage tonique. Maður notar þennan bara í sturtunni og hann er ekkert smá hreinsandi, Ég sleppi þá að nota sápuna þegar ég nota scrub-inn. Ég nota hann samt bara á staði sem ég þarf að skrúbba vel einsog nefið, hökuna og ennið. Ég er ekkert að skrúbba kinnarnar ef ég er ekkert með neinar bólur þar. Þaðer smá myntu lykt af honum og hann er ekkert smá góður. Hér er mynd af honum
Hægt er að fá sama skrúbb en fyrir viðkvæma húð og ég mæli mjög mikið með báðum skrúbbunum:D


Næring: Það er nauðsynlegt að næra húðina, ein ástæðan afhverju hrukkur verða til er, þegar húðin er of þurr þá koma svona sprungur í hana og til lengri tíma verða þetta að hrukkum..!!! En ég við erum dugleg að næra og gefa húðinni raka þá komum við frekar í veg fyrir að húðin þornar og springur. Ég set alltaf á mig Serum og svo dagkrem. Serum-ið sem ég nota er frá Sonya línunni hjá aloe vera og er með hvítu tei og er alveg rosalega gott svo nota ég dagkremið sem fylgir með yfir.
Hér er mynd af þessi yndislega Serum-iÉg er búin að nota þetta í meira en ár og fýla þessar vörur mjög vel. En hinsvegar vil ég fara breyta til þannig ef þið vitið af einhverju rosalega góðu þá endilega látið mig vita:D

Annað krem sem ég fýla mjög mikið er dagkremið frá Clinique, ég er að pæla í að kaupa það aftur, ég notaði það alltaf einu sinni áður en ég fékk hin kremin. Þetta krem er líka hluti af 1,2,3 Step línunni og hægt er að fá það sem krem eða gel. Ég mæli mjög mikið með þessu kremi. Það hefur unnið til margra verðlauna og er þetta líka ekkert smá gott krem!Það má alls ekki gleyma að setja krem á hálsinn og í kringum augun, Það eru ekki öll krem sem eru hentug til að setja á augnsvæðið, Þetta svæði er eitt viðkvæmasta svæðið og því er mikilvægt að veita því mikinn raka. Hægt er að kaupa sérstök augnkrem en það á ekki að þurfa þegar maður er mjög ungur en mér finnst samt gott að nota þau stundum áður en ég fer að sofa til þess að gefa augnsvæðinu aukinn raka vegna þess að hrukkur myndast fyrst í kringum augun.


SPF- Annað mikilvægt skref sem margir gleyma er sólarvörn...! Þótt við búum á Íslandi og það er vetur þá er mjög gott að velja sér krem eða farða með SPF 15. Að verja húðina með SPF 15 er eithvað sem hver og einn á að gera...!
Andlitsprimerinn sem ég nota áður en ég mála mig er með SPF 15 í. Það verður bráðum færsla um primer-a :D

Seinasta skrefið hefur maður heyrt milljón sinnum. Þú ert það sem þú borðar! Ef maður borðar mikið af fitugum mat og nammi þá verður húðin fitugari og fleiri fílapenslar myndast..!
Og þá þarf að taka á því.
En með því að drekka mikið vatn og borða hollan mat þá endurspeglar húðin það..! Ég tek eftir því sjálf að ef ég er búin að vera éta mikið nammi þá vakna ég með eina góða bólu á nefinu haha..!

En svo er líka ekki alltaf hægt að stjórna húðinni vegna þess að bólur eru oft vegna hormóna, hver þekkir ekki túrbólur..? En með því að vera með góða rútínu á að sjá um húðina þá ertu ekki að bæta ofan á hormónabólurnar, þú ert þá að þrífa húðina betur og minnkar líkurnar á að fá fílapensla og bólur.

Það eru mjög mikið af góðum húðvörum til og ég er alls ekki professional manneskja..
Mér finnst samt sem áður Body shop andlitsvörurnar góðar, ég notaði nivea alltaf einu sinni og það eru ódýrar og góðar vörur. Þegar kemur að því að kaupa nýjar húðvörur og kannski aðeins í dýrari kanntinum þá er ekkert mál að biðja um sýnishorn og fá litla krukku með vörunni til að prufa.


Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum og endilega kommentið og ef þið vitið um góðar vörur, látið mig vita:D

4 comments:

 1. Flott blogg og takk fyrir góð ráð ;)


  -guðrún ósk

  ReplyDelete
 2. Flott

  kv Þóra Sif

  ReplyDelete
 3. Awesome blogg hjá þér Margrét.
  Hvar færð þú Sonya vörur?
  Kv. Alma

  ReplyDelete
 4. Hæ alma:D þetta eru sjálfstæðir aðilar sem selja þetta. þetta er alltaf að sama verði þannig það á ekki að skipta máli hjá hverjum þú verslar. Þú getur leitað af Aloe Vera Forever Living Product, á facebook eða googlað:D Það eru helling af síðum á facebook þannig það er ekkert mál að finna þetta:D

  Kv. Margrét

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...