Wednesday, August 18, 2010

Going Gaga for the first time

Jæja nú þegar síðan er orðin til, hver er þá betri að vígja hana heldur en Lady Gaga..!

M.A.C hefur gefið út varalitin Viva Glam Gaga, og það er svoldið langt síðan hann hefur komið út og hef ég ætlað mér að kaupa hann í svo langan tíma, og loksins hér úti get ég það!Ó mæ hann er svo flottur og það sem er best við hann er að allur peningurinn fer í The M.A.C Aids fund...! M.A.C gefur alla framleiðslu og pökkun og allt það, Vara liturinn er líka bara geðveikur, með prentaðri eiginhandaráritun og allt.

Viva Glam var stofnað árið 1994 til að styðja þá sem lifa með Hiv/Aids um allan heim. Það hefur komið út sex mismunandi gerðir af Viva Glam og eru þær allar með rómverskum tölum. Það er ennþá hægt að kaupa þá liti og eru þeir geðveikir og ætla ég mér að kaupa þá seinna.Núna um vorið kom M.A.C út með tvo liti Viva Glam Gaga (Lady Gaga hannaði þann lit) og Viva Glam Cyndi (Cyndi Lauper hannaði hann). Og Þessir litir verða aðeins framleiddir í eitt ár þannig um að gera að kíkja á þessa liti.Viva Glam Cyndi er mjög flottur litur og ég skoðaði hann mjög mikið en einhvern vegin finnst mér þessi ljós bleiki mattaður litur geðveikur.
Ég mæli með að þið kíkið á báða litina og styðjið gott málefni. Þessir litir eiga vera til í M.A.C á Íslandi en annars er hægt að panta þá á M.A.C síðunni.Hér er yours truly með þennan geðsjúkan varalit

Hér eru meiri upplýsingar um Viva Glam

Þá er þessu fyrsta review-i lokið, Það er margt sem verður á þessari síðu, og ég er með svo mikið skemmtilegt planað, Næsta færsla verður líklegast um Topshop snyrtivörurnar sem eru voða vinsælar og er ég búin að kaupa eitt naglalakk og ætla líklegast að ná í tvær vörur í viðbót þannig þetta geti nú verið almennileg færsla. Þótt þið sem eruð heima á Íslandi getið ekki keypt sumar vörurnar sem ég skrifa um þá á þetta líka að hjálpa ykkur og sýna ykkur hugmyndir og ef ykkur líkar rosa vel við eitthvað þá er alltaf hægt að láta senda sér heim:D

Allavegana þá kveð ég að sinni
Margrét

5 comments:

 1. flott blogg og flott stelpa, hlakka til að vita meira um topshop snyrtivörurnar

  ReplyDelete
 2. vel gert Magga mús ;* hlakka til að sjá næsta... luv DJÚLÍ

  ReplyDelete
 3. Frábær byrjun á spennandi bloggi Margrét mín. Hlakka til að kaupa allar vörurnar sem þú mælir með þegar ég kem í heimsókn.

  kv Þóra Sif

  ReplyDelete
 4. Sammála, geðsjúkur varalitur! Skemmtileg þessi fyrsta færsla þín skvísa!
  Kyss, Jana

  ReplyDelete
 5. Vá þetta er geðveikur varalitur.. Mig langar í!!!

  Kveðja Stella

  P.s. líst rosalega vel á bloggið;)

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...