Tuesday, August 24, 2010

Topshop make up!

Ég er búin að bíða lengi eftir því að geta komist yfir Topshop snyrtivörurnar og væntingar mínar voru miklar, sem betur fer þá var ég mjög ánægð með þær vörur sem ég keypti:D





Ég keypti sem sagt naglalakk, kinnalit, augnskugga og bursta og fékk frítt með litla make-up tösku.
Ef ég tek bara allar vörurnar saman þá verð ég að hrósa topshop fyrir flottr umbúðir, þetta er allt svart og hvítt og með doppum, það eru meira segja doppur inní snyrtitöskunni, Þessar vörur eru í góðum gæðum og á góðu verði, vörurnar eru í sirka meðalverði, ekki of dýrar og ekki of ódýra, tek sem dæmi þá er augnskugginn á 6 pund en þú getur sparað 3 pund í viðbót og keypt MAC augnskuga, og naglalakkið er á 5 pund en t.d. eru Barry M naglalökkin á 2,95 pund.

Enn ef ég byrja bara á fyrstu vörunni sem ég keypti þá var það naglalakkið og það heitir Art School og er ferskjubleikur litur og hann er svo sumarlegur en samt mattaður og ég á líklegast eftir að nota hann mikið þótt hann sé frekar sumarlegur vegna þess að hann fer rosalega vel með haustlitum líka:



Naglalakkið er á 5 pund
Ég setti það á mig, tvær umferðir og ég set yfirleitt glært naglakk yfir til að liturinn þornar fyrr og haldist lengur en ég þurfti þess ekki og ég þurfti að laga það eftir sirka 5 daga, sem er mjög gott vegna ég var bara með lakkið og ekkert yfirlakk.



Svo er vara sem kom mér svo á óvart, og það er augnskuggaburstinn þeirra! Ég er algjör burstafíkill og þessi bursti er ekkert smá góður, ég ætlaði ekkert að kaupa hann, ég var með tvær vörur og ef maður keypti þrjár þá fékk maður make-up tösku frítt með þannig ég tók bara burstan vegna þess að hann kostaði aðeins 4 pund..! sirka 800 krónur fyrir þessi gæði er alveg klikkun! Ég er búin að nota burstan á hverjum degi með augnskugganum sem ég keypti og ég er ekki að grínast, ég er tæpar 2 mín að skella þessu á mig. Hann blandar litunum svo vel saman á augnlokinu og hárin eru svo mjúk, ég er alveg að missa mig yfir þessum bursta haha



Síðan er það augnskuggarnir, þetta eru tveir litir saman. Ég er alveg dugleg að vera með liti á augunum en ákvað að play it safe og kaupa mér náttúulega liti og ég er búin að vera með þessa augnkugga á hverjum degi frá því ég fékk þá (5 daga)





Að skella þeim á tekur í alvöru 1 mín á sitt hvort augað, ljósi liturinn fer í innra hornið á auganum og notar hann sem highlighter á augnbeinið og svo er dekkri liturinn notaður til að skyggja og svo blandað litunum saman þannig þetta líti vel út




Þetta er svo flott, náttúrlegt og hægt að nota á hverjum degi..



Ég er alveg að fíla þessa augnskugga, ég nota samt primer undir þá til að fá litina sem best fram og þannig það er auðveldara að blanda þeim saman, Ég nota samt yfirleitt alltaf primer á augun, og ég stefni á blogg um það seinna meir:D

Síðan er það varan sem ég kom til að kaupa haha, en það er kinnaliturinn, þetta er krem/powder kinnalitur. maður setur smá á kynnarnar og blandar svo litnum inn með puttunum. Ég valdi mér litinn Neon Rose sem er frekar skær en þegar maður blandar honum inní húðina þá verður hann geðveikur.



Hann myndast frekar skringilega en ég er búin að nota hann frekar mikið, og þetta verður líklegast sá kinnalitur sem ég gríp í þegar ég e að drífa mig



Hér er hægt að versla vörnar



Þetta er semsagt lookið..! Ég er með augnskuggana og kinnalitinn, þetta er fullkomið náttúrulegt make-up, Ég er með smá hyljara og púður, lit í augabrúnunum og varasalva:D Þetta er eitthvað sem allir geta verið með og ég er svo að fýla þetta núna:D

Kveð þangað til næst..!

4 comments:

  1. Uuuuu litur geðveikt vel ut ;) Hlakka til að sja þig i real life með þetta :D

    ReplyDelete
  2. Skemmtilegt blogg og ekkert smá flottar vörur!!! Langar að kaupa mér svona þegar ég kem út í okt. :)

    ReplyDelete
  3. flott blogg og myndarleg augnlok
    geggjaðar snyrtirvörur

    ReplyDelete
  4. Djöfull langar mig í Topshop! Mjög flott hjá þér elskan mín! Skemmtilegt blogg! Sakna þín ;*

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...