Tuesday, September 21, 2010

Nailtastic Monday..! 20.09.10Til að byrja með þá er ég ekki búin að vera dugleg með að blogga, en núna fer þetta að koma, markmiðið er tvær til þrjár færslur á viku.

Ef það er eitthvað sem ykkur langar til að ég bloggi um, eða einhverjar spurningar um einhverja vöru endilega kommentið.

Það er helling á leiðinni, fullt af umfjöllunum, fullt af inspired by bloggum, og fullt af how to og make up 101. :D endilega segið fólki frá síðunni og kommentið, alltaf gaman að sjá að fólk er að skoða.

Allavegana þá er nailtastic monday eitthvað sem verður á hverjum mánudegi. Þetta er bara eins og Nails of the day blogg:D

Ég elska naglalökk en hef átt í svona love-hate sambandi við þau. Ég hef lent á tímabili þar sem ég nenni ekki einu sinni að klipp þær, en mér finnst alltaf gaman að vera með snyrtilegar neglur en nenni ekki alltaf að gera þær. Ég er samt komin í rútínu þar sem ég geri neglurnar einu sinni í viku. Bara á meðan ég horfi á einn þátt þá dunda ég mér:D

Annars er haustið komið og sérstaklega hér í London þar sem laufin eru byrjuð að detta og litirnir eru æðislegir. Ég er alveg að elska haustið núna!
Einn stór haustlitur í ár er Grár! grár er útum allt og eru naglalökk ekki útundan.

Naglalakk vikunnar er frá Models Own og er ekkert smá flott!Það heitir Gray Day og er nr 013Hér sjái þið það almennilega:Okei, ég er ekki endilega með myndarlegustu putta í heimi haha en ég var fyrst svoldið svona hmm.. grátt naglalakk en svo er ég byrjuð að fýla það mikið og mér finnst það ekkert smá töff og öðruvísi.

Ég ákvað að googla aðeins og fann að grá naglalökk eru orðin vinsæl meðal stjarnannaVictoria BeckhamLady Gaga er með frekar ljós grátt naglalakkAgyness Deyn er með mjög dökkt, ég var með svipað svona dökkt um daginn,
þegar ég var á Íslandi. Það var frá GoshAnd my very own neighbour
Gwyneth Paltrow


 
Allavegana þá er ekki erfitt að finna eitt gott haust naglalakk og grár er tilvalinn litur!

Ég set yfirleitt tvær umferðir af naglalakki og svo set ég yfirleitt glært yfir og það naglalakk sem ég er búin að eiga í nokkur ár, var að kaupa nýtt vegna hitt var löngu búið er:Þetta er frá Sally Hansen og á flöskunni stendur Diamond strenght, Diamond shine. Base and top coat..! Þetta er ekki smá fljótt að þorna og gerir naglalakkið hart og skínandi:DVona að ykkur hafi fundist þetta áhugavert:D endilega kommentið og share-ið síðunni:D

Kv. Margrét

8 comments:

 1. Alltaf gaman að skoða bloggið þitt elsku Margrét mín :) haltu áfram að hafa það svona gott í London!

  ReplyDelete
 2. LIKE!! get mælt með þessu naglalakki!.... Helst líka ekkert SMÁ vel á :)
  flott blogg hjá þér söde..

  xx
  dagga

  ReplyDelete
 3. ég veit hvaða naglalakk ég ætla að setja á mig þegar ég kem heim :D

  geggjað:D

  ReplyDelete
 4. jeiii !! íkt fínt naglalakk!! :) flott hjá þér beipí ! hlakka til að lesa meira beip!


  þín mega awesome Bryndís!

  ReplyDelete
 5. Þú ert svo frábær elsku Margrét mín!!! Flott blogg :D
  Kveðja Ásdís

  ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...